Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Trúi því, hefði haldið að allir vildu hana sem borgarstjóra.

Haukur Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 10:09

2 identicon

Allt sem þú lest er lygi. Fallast má á það, svona almennt séð.

Það er samt staðreynd að HB stóð sig langbest í Spjallinu hjá Sölva - og Jón Gnarr var óöryggið uppmálað ÞRÁTT FYRIR "HREINAN MEIRIHLUTA".

Held að hann ætti að fara. Framboðið hefur gert sitt gagn og en hann hefur greinilega ekki dómgreind til að drulla sér niður af sviðinu á réttum tíma.

Dabbi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:06

3 identicon

Það verður nú líka að segjast að þrátt fyrir heilmikið klúður og leiðindi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur sá flokkur staðið sig gríðarlega vel í þessari borgarstjórn og verið nánast óumdeldur.

Axel (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heitir það "klúður og leiðindi" að vera þáttakandi í í stærsta bankaráni í heimssögunni? Enn ef einhver stelur sígarettukartoni er hann kallaður þjófur. Þjófar Sjálfstæðisflokksins eiga ekkert erindi í Borgarstjórn og ættu að stíga niður af sviðinnu strax! Enn af því að þeir eru hvort eð er gjörsneiddir öllu siðferði og sambandi við kjósendur sína, þá munu þeir ekki gera það. Það kýs engin fólk úr mest skipulögðu glæpasamtökum á Íslandi sem er þá ekki á bólakafi sjálfur í skítverkum Sjálfstæðisflokksins...eða er bara út á þekju.

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 21:47

5 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Líðandi kjörtímabil var kjörnum borgarfulltrúum í Reykjavík til ævarandi skammar, enginn undanskilinn. Valdabrölt og persónulegt skítkast og undirferli innbyrðis, orsakaði að fólk missti tiltrú til þeirra. Þegar að svo við bættist hörmulegt skipbrot í landsmálum og landstjórn, með Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna í brúnni, + maraþon kjaftæði alþingis meðan "Rómaborg brann", þá gafst hinn almenni kjósandi upp. Tiltrú okkar á stjórnmálaflokkana og getu þeirra til að ráða framúr vandamálum samfélagsins, bæði hjá Borg og landi voru hvarf. Þessar gömlu hagsmunagæsluklíkur, fjórflokkarnir voru eins og úrbræddir mótorar, máttlitlir, illa þefjandi af spillingu, þingmenn hrökklast af þingi vegna fégjafa utanfrá. Aðeins sauðhollir og pólitískt illa sjónskertir, verja flokkinn sinn endalaust, benda háværir á flísina í auga annarra, en þykjast ekkert vita af bjálkunum sem standa út úr báðum augum samherja sinna og trúsystkina "í flokknum sínum"!!! Það myndast tómarúm í sveitarstjórnarmálum Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hálfgert flak á hinu pólitíska hafi, og fólk vill forðast svoleiðis fleytur. Þá kemur "Bjarnfreðarson" til skjalanna. Býður fram Besta flokkinn. Á undra skömmum tíma þurrkar hann út allar vonir frú Hönnu borgarstýru um framhaldslíf í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann nær á undraskömmum tíma að fylla í tómarúmið í reykvískri pólitík, rakar að sér svo miklu fylgi að meirihluti er í augsýn samkvæmt síðustu könnunum. Frú Hanna er því greinilega ekki "óumdeild" í augum reykvíkinga, og því síður ferill Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúa hans á kjörtímabilinu, þó að innmúraðir og innvígðir flokksmenn haldi öðru fram. Á laugardaginn mun Sjálfstæðisflokkurinn upp skera eins og hann sáði. Tapaðir meirihlutar munu blasa við um mest allt landið, strax um kvöldið, og tala ég fyrir mun margra þegar sagt er: "Farið hefur fé betra"! Fólkið vill breyta til frá þeirri pólitík sem tíðkast hefur allt of lengi, og myndi kjósa nánast hvað sem væri til að losna við þessa óværu sem atferli núverandi stjórnenda er orðið, og veldur ofsakláða á bökum landslýðs. Vonandi upplifun við upphaf nýrra og réttlátari tíma við skiptingu lífgæða og þjóðarköku!

Stefán Lárus Pálsson, 27.5.2010 kl. 22:14

6 identicon

Ég sagði nú aldrei að Sjálfstæðisflokkur væri óumdeildur, langt því frá en í undanfarinni borgarstjórn hefur hann ekki verið mikið umdeildur. Burt séð frá því hvaða skoðanir menn hafa sjálfstæðisflokknum sjálfum yfir höfuð þá hefur Hanna Birna komið inn og rekið borgarsjóð gríðarlega vel. Fyrir mér snúast stjórnmál ekki um málefni og skoðanir heldur fyrst og fremst um rekstur (í þessu tilviki rekstur borgarinnar) og þess vegna skiptir fyrir mig öllu máli að hafa öflugt og gott fólk með mikla stjórnunar- og skipulagshæfileika í þessum stöðum og mér finnst Hanna Birna falla langbest í þann ramma. Ef einhver lítur hins vegar svo á að skoðanir og málefni sé það sem öllu skiptir og er þar að auki mikill vinstri maður og með allt aðra stefnu heldur en sjálfstæðisflokkurinn þá er ekkert strítið þó að sá hinn sami vilji sjálfstæðisflokkinn frá völdum.

Það að refsa borgarfulltrúum sjálfstæðisflokksins fyrir verk flokksins í ríkisstjórn er svipað og að refsa þér og mér með að láta okkur borgar ICESAVE fyrir verk nokkura Landsbankamanna.

Axel (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gylfi Þór Markússon

Höfundur

Gylfi Þór Markússon
Gylfi Þór Markússon

Færsluflokkar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband