Meðan við bíðum eftir að Ráðgjafastofa Heimilanna klári að vinna úr máli okkar er boðið ofan af okkur heimilið - kærar þakkir!.

Við erum síðustu fimm mánuði búinn að vera að bíða eftir að Ráðgjafastofa Heimilanna klári okkar pakka en við sóttum um úrræði ríkistjórnarinnar til þeirra sem eru í fjárhagsvandræðum. Þ.e. að komast í greiðsluaðlögun.

Nú villl svo til að þetta ferli tekur marga mánuði og svona rétt á meðan maður bíður á milli vonar og ótta um hvort þetta gangi nú allt saman upp þá kemur sýslumaðurinn í næstu viku og býður ofan af okkur heimilið.

Þetta er náttúrulega algjör geggjun, til hvers í ósköpunum að vera að ganga í gegnum allt þetta ferli, safna saman gögnum, fara í óteljandi viðtöl og gefa ókunnugu fólki persónulegar upplýsingar þegar það er síðan stokkið á mann úr hinum vasa ríkissins og selt ofan af manni.

Það vill nú svo til að það er ekki einu sinni búið að samþykkja á þingi öll úrræðin sem átti að bjóða fólki í vandræðum og margir hafa beðið eftir því.

Ég segi nú bara kærar þakkir fyrir aðgerða og úrræðaleysið,   

 


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta er bara skelfilegt. Og svo er talað um Skjaldborg:(

Gangi ykkur sem best.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.5.2010 kl. 08:30

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg ömurlegt að þetta skuli vera svona. Það er hægt að sækja um frystingu húsnæðsislána á Suðurlandsbrautinni ef það hjálpar eitthvað. Það er oft úrræði sem fólk notar lítið eða veit ekki um...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 08:40

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Óskar. Stundum er þetta svo miklu meira og búið að vefja upp á sig. Ekki bætir úr hvað allt hefur tekið mikinn tíma!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.5.2010 kl. 08:46

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Allar götur síðan í Mars 2008 þegar krónan byrjaði að falla er en verið að innheimta stökkbreytt lán heimilanna sem og bílalánin eins og ekkert hafi í skorist,svona óþverra gjörningur myndi varla tíðgast í annari vestrænni þjóð en bara á íslandi "business as usual"

Ég er í sömu stöðu og Gylfi Þór sem bloggaði um þetta hér fyrir ofan nema hvað að það er búið að selja íbúðina mína á nauðungarsölu, sýslumaðurinn kom heim til manns í síðustu viku og þetta tók 5 mín.

Skjaldborg er bara eitthvað orð sem merkir ekki neitt og hefur aldrei haft neinn tilgang, ég beið líka svona lengi eftir að Ráðgjafastofa Heimilanna kláraði minn pakka en þegar því ferli er lokið kemur annað ferli í staðinn það er greiðsluaðlögun, þetta er svona völundarhús fáranleikans en NEI ríkistjórnin gat ekki farið í byrjun í stórtækar aðgerðir gagnvart stórfeldum vanda fólks með húsnæðislán og bílalán sem hafa stökkbreyst.

Það er hægt að segja svo margt um þetta sjúka system hérna en maður segir bara eitt að lokum.

Þessi Ríkistjórn getur farið þangað sem sólin skín ekki.

Friðrik Friðriksson, 28.5.2010 kl. 09:15

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég veit það Sigurbjörg. Ég náði að vísu að selja sjálfur en sat uppi með bíla sem ég var búin að greiða helminginn af. Nú hef ég engan bíl og skulda næstum 3 bíla. Við hverju er að búast þegar Jóhanna og Steingrímur eru annars vegar. Ég er viss um að Ísland væri betur sett með bankaræningjanna í Ríkisstjórn...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 09:16

6 Smámynd: Gylfi Þór Markússon

Óskar Arnórsson ->> "Nú hef ég engan bíl og skulda næstum 3 bíla"

Þessi stutta setning þín hér að ofan segir allt sem segja þarf um stöðuna hjá skuldurum þessa lands með þessa ótrúlega lélegu ríkisstjórn við völd.

Gylfi Þór Markússon, 28.5.2010 kl. 10:56

7 identicon

Hvert á ég að mæta til að slá skjaldborg utan um þitt heimili. Við borgararnir verðum að sjá sjálf um skaldborgina, ekki gera kjörnir fulltrúar okkar það.

Við eigum ekki að láta þessar viðbjóðslegu fjármálastofnanir komast upp þetta. 

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:34

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ráðgjafastofa heimilanna ! ! ! 

    Ég - persónulega - hef 100% vantrú á slíkum stofnunum , hvað þá "greiðslujöfnunarleið" , en henni má líkja við lánabreytingarnar , sem fólki voru boðnar með tilkomu nýkrónunnar 1.jan.1981 - þau voru þannig að áður voru lánin óverðtryggð , bara vextirnir verðtryggðir , en þarna gafst fólki kostur á að verðtryggja lánin og jafnframt lengja lánstímann , alla jafnan , og fjölmiðlarnir gylltu þennann valkost , kannske vanþekkingar vegna .

   Man alltaf eftir einum vinnufélaga mínum , frá þessum tíma þ.e.1980 og fyrr , jú konan mín hafði tekið lífeyrissjóðslán 1979 og einnig þessi vinnufélagi minn , við veltum þessum möguleika fyrir okkur , að breyta lánunum , hann breytti sínu , afborgunin af láninu hjá honum snarlækkaði við það , enda lánstíminn lengdur og hann spurði innann um vinnufélaga okkar: "Ætlar þú ekki að breyta þínu Hörður" eg svaraði: "Nei" og að bragði kom hrossahlátur og "Þú ert nú meira fíflið".

   Jújú vissulega , þá hefur heimskan oft komið mér til hjálpar í lífinu , t.d. ég hamaðist á vindlum og pípu , svo sá ég að ég gæti ekki lært þetta og steinhætti .

Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 15:52

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

..það var nú einskær heppni að ég náðu að " selja" íbúðina með 10% tapi. Annars hefði skuldinn verið miklu hærri...já það segir mikið um sjórn eða réttara sagt óstjórn landsins. Það er furðulegt að ekki sé bl´oðug borgarastyrjöld í Reykjavík út af þessu. Kanski er það að þakka að íslendingar eru svo vel "tamdir" af élítunni...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gylfi Þór Markússon

Höfundur

Gylfi Þór Markússon
Gylfi Þór Markússon

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 186

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband